image

Fréttir af mótum - Slæm spá fyrir HG mótið, gæti orðið eins dags mót

Nú fer að draga til tíðinda í hinum ýmsu mótaröðum.  Hörð barátta er í Hamraborgarmótaröðini.  Ásdís Pálsdóttir leiðir með 3 punktum á næsta mann sem er hennar Villi Matt, stefnir í fjölskylduerjur.  9 punktar niður í 5 sæti.  Nú getur allt gerst þar sem 9 bestu mótin telja og nú eru einir 13 kylfingar komnir með þann kvóta.  Nú er bara að skora vel og henda út slæmum hring.  Stöðuna í mótaröðinni má nálgast hér undir mót:

https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/39/

 Athugið að við hefjum leik núna kl. 18.00.

 

Svo er það Sjávarútvegsmótaröðin.  Lokamótið er á dagskrá nú um komandi helgi, tveggja daga mót.  Veðurspáin er ekki kræsileg og er möguleiki í stöðunni að fresta leik til sunnudags og breyta móti í eins dags mót.  Þá myndu stigin vera eins og  í eins dags móti eins og reglugerðin segir og mótsgjald lækka einnig.  Mótanefnd mun senda út tilkynningu á föstudag hvernig þetta verður, biðjum kylfinga að fylgast með.

Staðan í mótaröðinni er spennandi, margir eiga möguleika á sigri í höggleig karla og kvenna, punktakeppninni sem og unglingaflokki.  Munið að 6 bestu mótin telja þannig að ansi margir eiga möguleika.  Stöðu í öllum flokkum má finna hér inni á síðunni:

https://golfisa.is/mot/

 

 

 

image

Gott silfur gulli betra

Sveit GÍ 50 ára og eldri endaði í 2. sæti í 3. deildinni

Úrslitaleikurinn um að fara upp í 2. deild fór fram í miklu slagveðri og réðust úrslit ekki fyrr en á 18 holu í 2 leikjum af þremur.  Vissulega endaði leikurinn 3-0 en ekki hefði mikið þurft til að leikirnir hefðu unnist.

Frábær árangur hjá sveitinni okkar.

 

Hér má sjá umfjöllun á golf.is um mótið og úrslit í einstökum leikjum:

https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2023-50-golfklubbur-fjallabyggdar-sigradi-i-3-deild-karla/

 

 

image

Sveit GÍ ósigraðir - Leika til úrslita um að fara upp í 2. deild

Nú er í gangi Íslandsmót í sveitakeppni 50 ára og eldri.  Ísfirðingar senda sveit þetta árið eins og síðastliðin tvö ár.

Sveitina skipa

Baldur Ingi Jónasson

Einar Gunnlaugsson

Guðni Guðnason

Karl Ingi Vilbergsson

Sigurður Samúelsson

Skemmst er frá því að segja að árangur er stórkostlegur.  Sveitin hefur spilað 4 leiki og unnið þá alla og leikur til úrslita um að fara upp í 2. deild gegn gríðarsterku liði Fjallabyggðar eldsnemma í fyrramálið, leikur hefst kl. 07.00 á laugardagsmorgni.

Fyrsti leikur var á fimmtudag gegn heimamönnum í Hveragerði.  Vannst sá leikur 2-1.

Næsti andstæðingur var Kiðjaberg sem við unnum einnig 2-1.

Þriðji leikur var gegn Grindavík og venju samkvæt vann GÍ 2-1

Þá var ljóst að sveitin myndi leika til úrslita um að fara upp í 2. deild.  Næsti leikur var þá gegn Selfossi sem enduðu í 2. sæti í hinum riðlinum en einn riðill var leikinn í Hveragerði og annar á Selfossi.  

GÍ vann að sjálfsögðu 2-1 og leikur til úrslita gegn Fjarðarbyggð um að fara upp.

Úrslit úr einstökum leikjum má nálgast hér á heimasíðu GSÍ:

 

 

image

VÍS mótið í golfi

VÍS mótið í golfi var haldið laugardaginn 5. ágúst á Tungudalsvelli. Mótið var paramót, og nokkuð um að hjón væru saman í liði, en alls ekki einleikið. Þetta var punktakeppni með forgjöf og gilti sameiginlegt skor hjá báðum aðilum. Ræst var út á öllum teigum enda 56 manns mætt til leiks.

Sigurvegarar í mótinu voru Hákon Hermansson og Pétur Már Sigurðsson, á 48 punktum. Í öðru sæti með sama punktafjölda voru Óttar Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson. Þriðja sætið vermdu Unnsteinn Sigurjónsson og Ólafur Ragnarsson.  

Það er óhætt að segja að veðrið lék við keppendur, enda margir mættir á stuttbuxum og ermalausum bol. Það var svona spænsk stemming yfir Tungudalsvelli.

image

Arctic Fish mótið

Arctic Fish mótið í golfi var haldið á Tungudalsvelli sunnudaginn 23. júlí. Loksins var logndrífa og ládauður sjór, en vindasamt hefur verið hjá kylfingum í sumar. Spilað var í 12 stiga hita, frekar rakt og hálfgerð súld á köflum, en milt og gott golfveður. Það voru 43 þátttakendur sem tóku þátt í mótinu.

Arctic Fish er einn af helstu stuðningsmönnum Golfklúbbs Ísafjarðar og er golfmótið hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni. Jakob Valgeirs mótið var haldið á Syðridalsvelli daginn áður, en það er einnig hluti af sömu mótaröð.

Sigurvegari í karlaflokki var Gunnsteinn Jónsson, en hann fór 18 holurnar á einum undir pari vallarins, á 71 höggi. Flosi Valgeir  Jakobsson var í öðru sæti á 75 höggum, og Chatchai Phohtiya í þriðja sæti á 77 höggum. Í kvennaflokki sigraði Bjarney Guðmundsdóttir á 90 höggum, Björg Sæmundsdóttir var í öðru sæti á 92 höggum og Brynja Haraldsdóttir í þriðja sæti á 94 höggum.

Í unglingaflokki sigraði Haukur Fjölnisson, Guðmundur Einarson í var í öðru sæti og Grétar Nökkvi Traustason í þriðja sæti.

Í punktakeppni með forgjöf sigraði Gunnsteinn Jónsson með 42 punkta, Einar Guðmundsson var í örðu sæti með 42 punkta og Sigurgeir Einar Karlsson var í þriðja sæti með 40 punkta.

Eftir mót helgarinnar eru þessi efst í Mótaröðinni.  Flosi Jakobsson er efstur í karlaflokki, Sólveig Pálsdóttir í kvennaflokki, Guðmundur Einarsson í unglingaflokki og Chatchai Phothiya í punktakeppninni.  Ljóst að allt getur gerst í lokamótinu, HG mótinu sem fram fer í byrjun september.  Stöðuna í hverjum flokki má finn hér á síðunni undir mót, eða bara hér.

Mikil umferð hefur verið á Tungudalsvelli og einnig á Efri Tungudalsvelli. Báðir vellirnir skarta sínu fegursta og hafa komið vel undan vetri. Næstkomandi laugardag verður Landsbanka mótið í Tungudalsvelli og allri sem geta valdið kylfu eru hvattir til að koma og taka þátt. Gott að mæta fyrst á vikulegt fimmtudagsmót sem hefst kl. 18:30 á fimmtudaginn.

image

Samningur við Íslandsbanka

Nýlega gerði Golfklúbbur styrktarsamning við Íslandsbanka til tveggja ára. Samningurinn skiptir miklu máli fyrir starfsemi klúbbsins og treystir rekstur Tungudalsvallar. 

Með samningnum er Íslandsbanki ásamt Arctic Fish orðin helsti bakhjarl Golfklúbbs Ísafjarðar, að Ísafjarðarbæ að sjálfsögðu undanskildum.