Tungudalsvöllur

Tungudalsvöllur er níu holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar.

Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Efri Tungu völlur

Sex holu golfvöllur (par 3) er handan Tunguár í Tungudal sem hentar mjög vel fyrir byrjendur og þá sem vilja æfa stutta spilið. Völlurinn dregur nafn sitt af "hjáleigu" frá Tungu, ábúandi á bænum hét Jóhann Pétur en hann er nú látinn.

Mikið hefur verið gert fyrir völlinn, sem er samfélagsverkefni Golfkúbbs Ísafjarðar, enda er ókeypis á völlinn.

Vinavellir

Boðið er upp á 50% afslátt milli klúbba með samningum um vinavelli. 

Undantekning er hjá Kálfatjörn þar sem greitt er 2.500 kr.

  • Golfklúbbur Mosfellsbæjar
  • Golfklúbbur Hveragerðis
  • Golfklúbburinn Hamar Dalvík
  • Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi
  • Golfklúbbur Norðfjarðar
  • Golfvöllurinn Flúðir
  • Golfklúbbur Reykjavíkur
  • Golfklúbbur Grindavíkur
  • Golfklúbburinn Leynir Akranesi
  • Golfklúbbur Voga (Kálfatjörn)
  • Golfklúbbur Borgarnes (Hamarsvöllur)
  • Golfklúbburinn Ós Blönduósi