Tungudalsvöllur

Tungudalsvöllur er níu holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar.

Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.

Æfingarvöllur

Sex holu golfvöllur (par 3) er handan Tunguár í Tungudal sem hentar mjög vel fyrir byrjendur og þá sem vilja æfa stutta spilið. Ókeypis er á æfingarvöllinn.

Vinavellir

 • Golfklúbbur Mosfellsbæjar
 • Golfklúbbur Hveragerðis
 • Golfklúbburinn Hamar Dalvík
 • Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi
 • Golfklúbbur Norðfjarðar
 • Golfvöllurinn Flúðir
 • Golfklúbbur Reykjavíkur
 • Golfklúbbur Grindavíkur
 • Golfklúbburinn Leynir Akranesi
 • Golfklúbbur Voga (Kálfatjörn)
 • Golfklúbbur Borgarnes (Hamarsvöllur)