Staðarreglur

Staðarreglur

Vallarmörk

Vallarmörk Tungudalsvallar eru syðri bakki Tunguár að sunnan, neðri vegarbrún að norðan, afmarkað með hvítum hælum, nema hluta 5.brautar, þar afmarkast völlurinn af hvítum hælun við skurð.  Trjágróður og hvítir hælar afmarka völlinn að vestan en girðing að austan.

Vallarmörk á  3. og 4. braut eru hvítir hælar og syðri bakki Tunguár.
Æfingaflatir við golfskála eru utan vallar og afmarkaðar með hvítum hælum.

Mannvirki

Auglýsingaskilti, leiðbeiningaskilti, bekkir, tröppur niður á 8. teig, manngerðir drenskurðir  með grófri möl, vökvunarbúnaður, afloftunarstútar á 6. braut og allir hælar eru óhreyfanlegar hindranir ( regla16.1). Öll önnur mannvirki eru hluti vallar.

Ef bolti hittir rafmagnslínu skal ógilda höggið og endurtaka það með nýjum bolta án vítis. Lendi bolti á göngustígum með aðfengnu efni og tilbúnum brúm úr steypu eða timbri má láta bolta falla (freedrop) utan viðkomandi svæðis.

Bætt lega

Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaðurinn taka vítalausa lausn áður en högg er slegið, með því að lyfta, hreinsa og leggja boltann innan þessa lausnasvæðis sem er ein kylfulengd og leika honum þaðan. Það má ekki vera nær holu og verður að vera á almenna svæðinu. Þetta verður að gera skv. reglum 14.2b(2) og 14.2e.

Þegar leikið er af gulum teig á 3.braut og boltinn hafnar í Tunguá eða nær ekki inn á braut þá er merktur fallreitur vestan megin við Tunguá. Bolti látin falla gegn einu víti. 

Þegar bolti leikmanns hefur ekki fundist eða það er vitað eða nánast öruggt að boltinn er út af má leikmaðurinn halda áfram á eftirfarandi hátt, í stað þess að taka fjarlægðarvíti. 

Gegn tveimur vítahöggum, má leikmaðurinn taka lausn með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla þar sem áætlað er að bolti hafi farið út af. (sjá reglu 14.3):

Samskeyti skorinna grasþakna, en ekki þökurnar sjálfar, teljast grund í aðgerð. Truflun vegna samskeytanna á stöðu leikmannsins telst ekki sem slík truflun samkvæmt reglu 25-1. Liggi boltinn í eða snerti samskeytin, eða þau trufla fyrirhugað sveiflusvið, fæst lausn samkvæmt reglu 25-1

Merkingar 

Bláir hælar Grund í aðgerð
Rauðir+ Gulir hælar Vítasvæði
Hvítir hælar Vallarmörk
Bláir hælar með hvítum toppi Óheimilt að slá bolta innan svæðis

Lengdarmerkingar

100 metra frá flatarkanti: Hvítir hælar með rauðum haus.
150 metra frá flatarkanti: Hvítir hælar með gulum haus.
200 metra frá flatarkanti: Hvítir hælar með bláum haus.

Að öðru leyti er leikið samkvæmt reglum Royal & Ancient St. Andrews GC.