Mótafréttir
Fimmtudagsmótaröðin á fullu
Úrslit í Sjómannadagsmóti Íssins
Íslandsbankamótið á laugardag
Styttist í að holukeppnin hefjist
Meira
Fimmtudagsmótaröðin á fullu
Úrslit í Sjómannadagsmóti Íssins
Íslandsbankamótið á laugardag
Styttist í að holukeppnin hefjist
Nú er sumarvertíðin í Tungudal að komast á fullt. Völlurinn kom vel undan vetri og er óvenju grænn og fallegur, bíðum bara eftir að þorni aðeins. Vætutíðin endar um helgina með hæðarhrygg og bjart víðri og hlýnandi veðri.
Barna og unglingastarfið er að hefjast og munu æfingar byrja 8 júní og standa til 17 ágúst. Æfingar verða tvisvar í viku fyrir börn og unglinga upp að 16 ára aldri. Þeir sem eru eldri en 16 mæta á nýliðanámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar.
11 ára á árinu og yngri: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00-15.00
12 ára á árinu og til 16 ára: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.00-16.00
Æfingagjöld eru 25.000 kr. fyrir sumarið.
Þá verður í boði nýliðanámskeið 12 og 14 júní kl. 17.00-18.30 sem lýkur með 9 holu Texas Scramble móti þar sem vanur og óvanur spila saman. Nýliðanámskeið er ókeypis og lánssett eru ókeypis fyrir nýliða á meðan á námskeiðum stendur.
Golfklúbbur Ísafjarðar er með lánssett fyrir börn og unglinga og nýliða og fyrir þá sem vilja prófa.
Börn og unglingar greiða ekki árgjöld né félagsgjöld og hvetjum við foreldra til að ská þau í golfklúbbinn og prófa þetta frábæra fjölskyldusport í sumar á Tungudalsvelli.
Kennari á námskeiðinu er Viktor Páll Magnússon, barna og nýliða kennari í golfi.
Skráning er hér : Skráningarhlekkur
Feðgarnir Magnús Gunnar Eggertssong og Viktor Magnússon sigruðu í opnunarmóti GÍ.
Hamraborgarmótaröðin hefst á fimmtudag, athugið breyttan tíma.
Golfklúbbur Ísafjarðar og fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hafa gert með sér samstarfssamning um aðgengi barna 16 ára og yngri að golfíþróttinni í Ísafjarðarbæ.
Opnunamót GÍ verður á laugardag. Texas Scramble, hefjum leik á öllum teigum kl. 10.00
Golklúbbur Ísafjarðar stendur fyrir námskeiði og verður kennt í inni aðstöðu félagsins.
Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á Bændaglímu, uppskeruhátíð Golfklúbbs Ísafjarðar, sem haldin var á laugardaginn var.
H.G. mótið í golfi var haldið um helgina, sem markaði lok Sjávarútvegsmótaraðarinnar í golfi þetta sumarið.