Fréttir

Vinnukvöld - vinnukvöld

N.k. laugardag þann 1 maí er stefnt á opnun á golfvellinum okkar í Tungudal með 9 holu Texas Scramble móti.
 
Fyrr um morguninn, frá kl. 09:00 verður vinnudagur á vellium þar sem farið verður í vorverkin á vellinum sem og í golfskálanum. Opnunarmótið verður einungis fyrir þá sem sjá sig fært að mæta til vinnu um morguninn og hefst það fljótlega eftir að vinnu líkur.
 
Til að fækka verkum á laugardaginn þá ætlum við einnig að boða til vinnukvölds á morgun þriðjudag kl. 20:00 sem og á fimmtudag kl. 20:00.
 
Það er nóg að gera til að koma vellinum og golfskálanum í stand fyrir sumarið.

Deila