Fréttir

Sveitakeppni á Tungudalsvelli

Um síðustu helgi hélt Golfklúbbur Ísafjarðar Sveitakeppni í golfi í þriðju deild. Miðsumars voru áhöld um hvort við gætum haldið mótið vegna þess hve illa flatir og teigar komu undan vetri. Ákvörðun var tekin um að halda okkar striki, leggja okkur öll fram um að laga það sem hægt væri, og bjóða síðan gestum okkar upp á góða þjónustu.

Nú liggur fyrir að almenn ánægja þátttakenda var með golfvöllinn, aðstöðu og þjónustu. Það er ekki sjálfgefið en ljóst að félagsmenn hafa lagt sig alla fram um að klára þetta verkefni með sæmd.

Slíkt er ekki mögulegt nema með almennu átaki og margir leggist á árarnar til að gera svona mót jafn glæsilegt og það var. Mikið var undir um að þetta tækist vel, orðstýr klúbbsins og ekki síður Tungudalsvallar.

Stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar vill þakka þeim fjölmörgu sem gerðu þetta mögulegt, starfsmönnum og öðrum félagsmönnum klúbbsins. Kærar þakkir fyrir vel unnin störf!

Stjórn G.Í.


Deila