Fréttir

Fögur er sveitin

Sveitakeppni 50 ára og eldri

Að loknum fyrsta degi situr sveitin í 6. sæti af 9 liðum.  Stutt upp í 4. sæti og reyndar einnig stutt í 9. sætið.  Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu dagana er 18 holu höggleikur.  4 spila frá hverri sveit hverju sinni og telja 3 bestu skorin.

Í fyrramálið verða sem sagt leiknar 18 holur og 4 efstu liðin að því loknu leika holukeppni um hvaða lið fer upp en liðið í 5-8. sæti leika holukeppni um röðunina þar.  9. sætið situr eftir með sárt ennið og fer heim.

 

Stöðuna og árangur keppenda má sjá hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3608291/results

 

Svo má fylgjast með holukeppinni hér þegar hún fer í gang:

https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2022-50-3-deild-karla-husatoftavelli-rastimar-stada-og-urslit/

 


Deila