Fréttir

Sveit GÍ ósigraðir - Leika til úrslita um að fara upp í 2. deild

Nú er í gangi Íslandsmót í sveitakeppni 50 ára og eldri.  Ísfirðingar senda sveit þetta árið eins og síðastliðin tvö ár.

Sveitina skipa

Baldur Ingi Jónasson

Einar Gunnlaugsson

Guðni Guðnason

Karl Ingi Vilbergsson

Sigurður Samúelsson

Skemmst er frá því að segja að árangur er stórkostlegur.  Sveitin hefur spilað 4 leiki og unnið þá alla og leikur til úrslita um að fara upp í 2. deild gegn gríðarsterku liði Fjallabyggðar eldsnemma í fyrramálið, leikur hefst kl. 07.00 á laugardagsmorgni.

Fyrsti leikur var á fimmtudag gegn heimamönnum í Hveragerði.  Vannst sá leikur 2-1.

Næsti andstæðingur var Kiðjaberg sem við unnum einnig 2-1.

Þriðji leikur var gegn Grindavík og venju samkvæt vann GÍ 2-1

Þá var ljóst að sveitin myndi leika til úrslita um að fara upp í 2. deild.  Næsti leikur var þá gegn Selfossi sem enduðu í 2. sæti í hinum riðlinum en einn riðill var leikinn í Hveragerði og annar á Selfossi.  

GÍ vann að sjálfsögðu 2-1 og leikur til úrslita gegn Fjarðarbyggð um að fara upp.

Úrslit úr einstökum leikjum má nálgast hér á heimasíðu GSÍ:

 

 


Deila