Mótaskráin klár
Mótaskrá sumarsins er komin inn í Golfbox. Yfirsýn yfir mót á vegum GÍ og sjávarútvegsmótaröðina má sjá hér.
Hefjum leik með hefðbundnu fimtmudagsmóti á fimmtudag, skráning hér og á laugardag verður Opnunarmót GÍ Texas scramble, hefjum leik kl. 09.00, skráning hér.
Holumeistari GÍ verður krýndur í haust. Löngu tímabært að skella í holukeppni. Um er að ræða holukeppni með forgjöf. Mótanefnd er búin að setja saman reglugerð um keppnina sem skýrir fyrirkomulagið. Reglugerðina má finna í upplýsingum um mótið sem eru hér. Ágætt að lesa sér til um reglurnar og skrá sig til leiks í leiðinni.
Skráningarfrestur er til 31. maí. Þá verður dregið um hverjir mætast. Fyrstu umferð skal lokið fyrir 14. júní. Þeirri næstu skal lokið fyrir 28. júní, þriðju skal lokið fyrir 19. júlí, undanúsrlitum lokið fyrir 2. ágúst og úrslitum lokið fyrir 15. ágúst. Eru kylfingar hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega fyrirkomulagi. Öll mótsgjöld munu renna til unglingastarfs GÍ.
Einnig verður sú nýjung að búið er að setja upp hjóna og paramót föstudaginn 11. júní. 9 holu Texas Scramble sem endar með grillveislu og góðu gamni um kvöldið. Nánar hér
Meistarmótið mun fara fram dagana 30. júní - 3. júlí. Keppendur geta ekki valið sér fyrirkomulag, allir innan hvers flokks skulu spila sömu daga og sama holufjölda. Ákveðið vara að fjölga leiknum holum í kvennaflokki úr 36 í 54. Nánar um meistarasmótið hér.
Stefnir í glæsilegt golfsumar.
Deila