Fréttir

Mótamál

Nettómótið fór fram um liðna helgi, 18 holu punktamót.  Fyrri 9 leiknar í Bolungarvík og síðari níu á Ísafirði.  Leikar fóru þannig að Sólveig Pálsdóttir GÍ sigraði á 40 punktum, Unnsteinn Sigurjónsson GBB varð annar á 39 punktum.  Þrír leikmenn jafnir í þriðja sæti með 36 punkta, heildarúrslitin má nálgast hér.  

Bændaglíman hefur verið færð viku aftar og mun fara fram laugardaginn 17. september.

Fimmtudagsmótin halda áfram eins lengi og veður leyfir en hafa verið færð fram til 17.45.  Nú er daginn tekið að stytta og skemmtilegra að klára í sæmilega björtu.

Spennan vex á toppnum nú þegar fleir hafa náð 9 mótum og er forysta Gauta nú 5 stig á Guðna og fleiri nálgast óðfluga, stöðuna í mótaröðinni má finna hér.


Deila