Fréttir

Meistaramóti Golfklúbbs Ísafjarðar lokið

Meistaramóti G.Í lauk á laugardaginn með verðlaunaafhendingu og veislu fyrir keppendur í mótinu. Í heildina tókst mótið mjög vel, veðrið lék við keppendur með hlýindum og sólskini flesta dagana fjóra, helst til hvass í upphafi móts á miðvikudeginum.

Sigurvegar og þar með klúbbmeistarar G.Í. eru Sólveig Pálsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson. Sólveig var á 272 höggum eftir 3x18 holur en Anton Helgi var á 296 höggum eftir 4x18 holur.

Í 2 flokki sigraði Shiran Þórisson 338 höggum, Kristinn Þórir Kristjánsson sigraði í flokki 50 ára og eldri á 336 höggum, báðir flokkar spiluðu 4x18 holur. Í öldungaflokki sigraði Vilhjálmur Gísli Antonsson á 178 höggum eftir 4x9 holur.

Það voru kampakátir kylfingar sem fögnuðu mótslokum og þáðu veitingar í boði Hótels Ísafjarðar, grillað lambakjöt að hætti kokkana „Við Pollinn“.


Deila