Fréttir

Íslandsbankamótið í Tungudal

Íslandsbankamótið var haldið á Tungudalsvelli á laugardaginn var, í ágætu meinlausu veðri. Það voru 24 kylfingar sem mættu til leiks, enda vegleg verðlaun í boði bankans, ásamt teiggjöf og hressingu eftir fyrri níu holurnar. Mótið var punktamót með forgjöf og aðeins keppt í einum flokki.

Sigurvegari var Magnús S. Jónsson Golfklúbbi Ísafjarðar með 39 punkta. Í öðru sæti var Jóhannes Elíasson, Golfklúbbi Ásatúns á 38 punktum, og í þriðja sæti var Þorgils Gunnarsson Golfklúbbi Bolungarvíkur á 37 höggum.

Heildarúrslitin má nálgast hér.


Deila