Fréttir

Hamraborgarmótaröin

Ásdís Pálsdóttir vann mót nr. 2 með nokkrum yfirburðum, náði heilum 22 punktum

Næst komu þau Sólvegi Pálsdóttir, Bolvíkingurinn Þorgils Gunnarsson og Harpa Guðmundsdóttir öll með 19 punkta.

15 keppendur tóku þátt í mótinu þrátt fyrir Eurovision og fremur kalt veður, árangur annara keppenda má sjá hér.

Eftir tvö mót er Harpa Guðmunds með forystu í mótaröðinni, er með 43 punkta eftir 2 mót, Sólveig Pálsdóttir er næst með 36 punkta og Guðbjörn Salmar í því þriðja með 30 punkta.

Næsta mót verður á fimmtudag, venju samkvæmt, skráning á Golfbox.

Minnum á að skráningu í holukeppni GÍ lýkur 31. maí, nú þegar eru 11 keppendur skráðir.  Hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega fyrirkomulagi og styrkja unglingastarfið í leiðinni.  Munið að þetta er holukeppni með forgjöf þannig að allir eiga jafna möguleika.

Skráning fer fram á Golfbox, einnig má lesa ser nánar til um reglur þar í lýsingu móts.

 


Deila