Fréttir

Golfsumarið að hefjast - opnunarmót á mánudag

Golfvöllurinn okkar opnar á mánudaginn kemur. Opnum formlega með 9 holu Texas Scramble móti.  Ræst út á öllum teigum kl. 16.00.  Kylfingar hvattr til að mæta, skráning hér eða bara í golfbox

Stjórn klúbbsins hefur gengið frá ráðningu vallarstjóra og er það okkur sönn ánægja að tilkynna að það er okkar góði félagi Einar Gunnlaugson.

Eitt og annað þarf að gera fyrir völlinn og stefnum við á vinnukvöld í vikunni en fyrst byrjum við með félagsfund í golfskálanum á þriðjudagskvöldið kl. 20.00.  Þar verður farið yfir starfið í sumar.

 

Golfkveðja


Deila