Fréttir

Golfsumarið - Mótaskrá klár - Þingeyri opin

Mótaskrá sumarsins er klár en hana er að finna á Golfbox og hér á heimasíðunni okkar:

https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/48/

Mótahald verður með svipuðu sniði og síðustu ár þó með smá breytingum.

Sjávarútvegsmótaröðin verður með örlítið breyttu sniði.  Nú munu öll mótin telja, ekki 6 bestu eins og var í fyrra.  Arctic Fish mótið hefur verið fært til Patreksfjarðar frá Ísafirði og HG mótið hefur verið stytt í einn dag.  Lokahóf mótaraðarinnar mun síðan fara fram að kvöldi 31. ágúst (eftir HG mótið).  Verðir slegið upp í almennilegt lokahóf.

Verðlaun hafa verið hækkuðum í öllum flokkum en um leið fækkað í punktaflokki.  Yfirlit yfir reglur og verðlaunafé má finna hér í reglugerðinni á heimasíðu okkar:

https://golfisa.is/klubburinn/skrar_og_skjol/skra/28/

Snjóalög hamla því að við opnum völlinn en Þingeyrarvöllur er opinn og okkur heimilt að leika þar gegn hálfu gjaldi(10.000 fyrir árið)  eins og kom fram í færslu frá formanni um daginn.  Einnig hægt að greiða kr. 2.500 fyrir hringinn.  Mikilvægt fyrir okkur að hafa aðgang að Þingeyrarvelli sérstaklega eins og staðan er núna og viljum við hvetja sem flesta að renna yfir.  Völlur í ágætu standi og meira að segja búið að slá grínin.


Deila