Fréttir

Unnið að undirbúning fyrir málun

Golfskálinn undirbúin fyrir málun

Hörku lið mætti til vinnu á upstigningardag til að skrapa og lagfæra skemmdir á Golfskálanaum. All gekk vel og nú bíðum við eftir hlýindum til að mála. Glerið fyrir suðurgaflinn kemur eftir viku en smá bið er eftir gluggum (og gleri) í vestur og austur gafl hússinns.

Sama dag mætti vaskur hópur til að snyrta innanhúss, nýjir dúkar á borðin og búið að mála barinn. Klúbburinn samndi við Ölgerð Egils Skallagrímsonar um kaup á veitingum og má starax sjá breytingu, með nýjum kælum. Skilti verða sett á norður gaflinn þar sem veitingasalan verður auglýst. Samningurinn við Ölgerðina er mjög hagstæður fyrir G.Í. og vonandi verður um langvinnt og traust samaband að ræða. 


Deila