Fréttir

Golfnámskeið barna og unglinga

Golfklúbbur Ísafjarðar mun í sumar bjóða upp á golfnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-13 ára. Námskeiðið verður með öðru sniði en áður, en nú verður kennt í tveimur lotum sem munu báðar enda á golfskemmtun og grilli:

Fyrsta lota: 14, 15 og 16 júní frá 10:00-11:30

Önnur lota: 5, 6 og 7 júlí frá 10:00-11:30

Á milli lota býðst börnunum að mæta inn á völl á mánudögum kl. 10:00 og spila golf með umsjónarmönnum.

Námskeiðið (báðar lotur) kostar 15.000 kr. á iðkanda og innifalið í því er árgjald í golfklúbbinn.

Umsjónarmenn námskeiðsins verða Anton Helgi Guðjónsson og Ásgeir Óli Kristjánsson.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst há Neil Shiran Þórisson: nst@afish.is


Deila