Fréttir

Golfdagurinn á Tungudalsvelli

Golfdagurinn á Ísafirði fer fram laugardaginn 8. júní.

Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinn undir handleiðslu PGA golfkennaranema, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna en hér er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni!

Hefjum gleðina kl. 13.00 og mun fjörið standa til 15.00.


Deila