Fréttir

Fréttir af mótum

Egill Fjölnisson vann síðasta fimmtudagsmót með fáheyrðum yfirburðum og fáheyrðum punktafjölda í 9 holu móti.  Kappinn náði heilum 31 punkti og lækkaði forgjöfina hressilega, fór úr 54 í 39,3.  Gísli Jón Hjaltason var einnig mjög góður, náði 23 punktum, úrslit í mótinu má sá hér.

Eftir mótið er Salmar efstur í mótaröðinni með 85 punkta, heildarstöðuna má sjá hér.

Fyrstu mótin í Sjávarútvegsmótaröðinni foru fram um helgina.  Oddamótið á Patró og Arnarlaxmótið á Bíldudal.  Ísfirðingar gerðu góða ferð og áttu við fjölmarga vinningshafa og sigurvegara, mjög góður árangur hjá ísfirskum kylfingum.

Högni Gunnar Pétursson vann karlaflokk í Oddamótinu og Sólvegi Pálsdóttir kvennaflokkinn.  

Í Arnarlaxmótinu urðu þeir Högni Gunnar og Jón Gunnar Shiransson efstir og jafnir og vann Högni eftir bráðabana.

Heildarúrslit í mótunum má sjá hér:

Oddamótið

Arnarlaxmótið

Kristinn mótsstjóri er svo búinn að taka saman stöðuna í mótaröðinni og má sjá stöuna hér eftir tvö mót.

 

Fimmtudagsmótið verður á sýnum stað á fimmtudag og hvetjum við kylfinga til að skrá sig tímanlega til að auðvelda undirbúning, skráning fer fram venju samkvæmt á Golfbox.

Vegna slæmrar spár hefur Íslandsbankamótið verið fært fram á sunnudag.  Mikið af glæsilegum vinningum og stefnir í gott veður.  Hvetjum kylfinga til að skrá sig til leiks tímanlega, skráning fer fram hér.

Meistaramót GÍ hefst í næstu viku, stendur frá miðvikudegi til laugardags, skráning hér.

 

 


Deila