Fréttir

Sigurvegarar í golfmóti Íssins. á myndina vantar Pétur Má.

Baldur og Pétur unnu Sjómannadagsmót Íssins, Þorri sigraði í fimmtudagsmótinu

Baldur ingi Jónasson og Pétur Már Sigurðsson spiluðu gríðarvel og sigruðu með þriggja högga mun, léku á 63 höggum nettó. Næst komu Sólvegi og Guðni á 66 höggum og Shiran/Hafdís á 67.  KFí lykt af þessu en allir þessir kylfingar léku fjölmarga leiki fyrir KFÍ á sínum tíma. 

Julo Rafnsson sýndi síðan fádæma nákvæmni og varð næstur holu bæði á 6/15 og 7/16.

Annars má sjá úrslitin í heild sinni hér.

Þorvaldur Óli Ragnarsson, nýliði í klúbbnum(Tengdasonur Gauja Ólafs)  sigraði í síðasta fimmtudagsmóti á 22 punktum, þrír kylfingar náðu 21 punkti, sjá nánar hér.

Eftir tvær umferðir eru Gauti og Villi matt efstir með 40 punkta en heildarstöðuna má sjá hér.

Síðasti skráningardagur í holukeppni GÍ er á morgun, mánudaginn, 13. júní. Dregið verður í viðureignir þriðjudaginn 14. júni, enn er séns að skrá sig, komnir 22 peppendur, skráning fer fram hér.

Fyrsta mótið í Sjávarútvegsmótaröðinni verður síðan á laugardaginn kemur hér hjá okkur, Hampiðjumótið, fyrsta sinn sem þeir eru með í mótaröðinni, skráning fer fram á golfbox. Fimmtudagsmótið verður á sínum stað.


Deila