Fréttir

Baldur Ingi sigraði í Landsbankamótinu - Leikar að æsast í Hamraborgarmótaröðinni - Bændaglíman

Baldur sigraði bankastjórann með naumindum í Landsbankamótinu, Sævar ekki kunnað við að vinna.  Báðir léku þeir á 37 punktum en Baldur stóð sig betur á seinni 9.

Í þriðja sæti varð Páll Guðmundsson Golfklúbbi Bolungarvíkur á 32 punktum.  Úrslitin í heild sinni má sjá hér.

Nú er komið að síðustu mótum í Hamraborgarmótaröðinni og heldur betur sviptingar á topnum.  Ásdís Pálsdóttir sigraði í síðasta móti á 17 punktum, jafnmörgum og Baldur, Villi Matt og Einar Gunnlaugs.  Ásdís var best á síðustu 6.  Úrslitin má sjá hér.

Þetta þýðir að Baldur er orðinn efstur í mótaröðinni á samtals 201 punkti eftir 12 mót.  Sigurgeir Einar Karlsson kemur næstur á 199 punktum og Salvar á 196 punktum.  Ásdís Páls er með örugga forystu í kvennaflokki, á 166 punktum, einum 26 punktum betur en Magnea Garðars sem kemur næst.  Heildarstöðuna í mótaröðinni má finna hér.

12 bestu mótin telja og tækifæri til að breyta stöðunni á morgun en á morgun verður einmitt fimmtudagsmót venju samkvæmt, skráning hér.

Haldi þessi góða tíð áfram verða mótin fleiri, veðurguðir ráða.

Á laugardag fer svo fram skemmtilegasta mót ársins, hin árlega bændaglíma.  Allar upplýsingar um mótið má finna hér, þar fer skráning einnig fram.  Spáin er góð.  Kylfingar hvattir til að skrá sig tímanlega svo Finnur geti nú pantað rétt inn.

 


Deila