Vellir

Efri Tungu völlur

Sex holu golfvöllur (par 3) er handan Tunguár í Tungudal sem hentar mjög vel fyrir byrjendur og þá sem vilja æfa stutta spilið. Völlurinn dregur nafn sitt af "hjáleigu" frá Tungu, ábúandi á bænum hét Jóhann Pétur en hann er nú látinn.

Mikið hefur verið gert fyrir völlinn, sem er samfélagsverkefni Golfkúbbs Ísafjarðar, enda er ókeypis á völlinn.