Fréttir

Síiðasta gámnum ekið burtu

Stór dagur í gær fyrir G.Í.

Í gær fjarlægðu Glanni ehf gámana þrjá sem hafa legið austan til á planinu við Golfskálann. Áður hafði bílförmum að rusli verið ekið af svæðinu og gríðarleg vinna við að hreinsa út úr gámunum, flokka rusl og koma því í förgun. Einhver kostnaður hefur fallið á okkur við þetta, en Glanni flutti þá gjaldfrálst og Terra tekur við þeim okkur að kostnaðarlausu.

Enn er töluverð vinna eftir að klára að laga til á planinu; við þurfum að losna við yl-einingar sem einhver hefur losað sig við hjá okkur og mikið er af fiskikörum þarna. Þetta allt kostar töluvert að láta farga. Strætóskýlið sem komið var með og látið á planið verður fjarlægt af Ísafjarðarbæ, okkur að kostnaðarlausu. Einnig höfum við tekið til í skálanum og hent kerru-förmum af rusli.

Ég legg til að G.Í. breyti menningu sinni og innleiði snyrtimennsku í öllu sínu starfi. Söfnum aldrei rusli heldur göngum frá jafnóðum og höldum golfvelli, golfskála og umhverfi snyrtilegu og klúbbnum til fyrirmyndar.

Það á bara eftir að leggja lokahönd á málun á skálanum og ný skilti koma í dag, enda hefur gengið mjög vel að safna styrktaraðilum til að hjálpa til við þann kostnað sem við höfum farið í. Þar með talið erum við að skipta um gler í hluta af skálanum og skipt verður um glugga á vestur- og austurhlið skálans.

En mér hlýnaði um hjartarræturnar þegar ég hitti Ása úr Hattardal þar sem hann tók gámaskriflin með "side-loader" og keyrði þá inn í Funa.


Deila