Fréttir

Samstarf Golfklúbbs Ísafjarðar og Arctic Fish

Golfklúbbur Ísafjarðar og fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hafa gert með sér samstarfssamning um aðgengi barna 16 ára og yngri að golfíþróttinni í Ísafjarðarbæ.

Þessir hópur hefur greitt hálft gjald til klúbbsins og fengið fullan aðgang að golfvelli félagsins, en verður í vor boðin frí aðild að Golfklúbbi Ísafjarðar.

Afrekskylfingar og meistaraflokkur félagsins þ.m.t. þeir kylfingar sem keppa á Íslandsmótum fyrir hönd klúbbsins fá einnig ókeypis félagsaðild með fullum réttindum.

Með þessu vonast aðilar samningsins til að auka áhuga yngri kylfinga á golfíþróttinni.

Stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar telur mikilvægt að bæta aðgengi þessara hópa að aðstöðu klúbbsins og fagnar þessum samningi. Með honum verður Arctic Fish megin stuðningsaðili Golfklúbbsins. Mikilvægt er fyrir klúbbinn að laða til sín yngri kylfinga, sem vonandi verða áfram félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar. Klúbburinn byggir tilvist sína á félagsgjöldum, stuðningi fyrirtækja og sjálfboðavinnu, en kostnaðarsamt er að reka golfklúbb.

Það er von Golfklúbbs Ísafjarðar og Arctic Fish að yngra fólk taki vel í þetta tilboð og verði til að styrkja golfíþróttina í Ísafjarðarbæ.

Við þetta tækifæri vill stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar þakka Arctic Fish fyrir stuðninginn við golfíþróttina í Ísafjarðarbæ. 

Stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar


Deila