Fréttir

Nýliðanámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar

Nýliðanámskeið Golfklúbbs Ísafjarðar stendur yfir þessa dagana, mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Námskeiðið hefur verið undinr öruggri stjórn Einars Gunnlaugssonar, golfkennara klúbbsins. 

Vel á annan tug nýliða mættu á námskeðið þar sem farið er yfir starf klúbbsins, helstu reglur í golfi og síðan tekin snúningur á gripinu, sveiflunni, stutta spilinug og pútti. Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður hópurinn tekin í stuttan Texas leik undir leiðsögn félaga í klúbbnum. Hér með er óskað eftir sjálboðaliðum til að mæta kl. 20:00 við golfskálann þar sem við skiptum okkur niður á teig-hópa. 

Við bjóðum þessum nýju golfurum síðan í klúbbinn sem styrkir stöðu golfíþróttarinnar í Ísafjarðarbæ.


Deila