Fréttir

Nýliðakennsla G.Í.

Golfklúbbur Ísafjarðar býður nýliðum á öllum aldri í golfi í ókeypis kennslu á föstudaginn 10. júní kl. 14:00. Kennari er hinn landsþekkti golfkennari Sigurður Hafsteinsson. Kennsla fer fram við á æfingasvæði Tungudalsvallar, en mæting er við golfskálann.

Ísfirðingar og nærsveitarfólk eru hvattir til að koma og njóta tilsagnar PGA kennara við golfsveifluna, börn og unglingar eru sérstaklega velkomin.

Í framhaldi verður síðan boðið upp á þriggja kvölda nýliðakynningu fyrir fullorðna á Tungudalsvelli í næstu viku ásamt því að klúbburinn mun fljótlega bjóða upp á kennslu fyrir börn í samvinnu við Íþróttaskóla HSV.


Deila