Fréttir

Mótamál

Stærsta opna mót ársins verður um komandi helgi.  Tveggja daga mót, hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni, lokamótið.  Skráning fer vel af stað enda spáin með ágætum.  Hvetjum kylfinga til að skrá sig tímanlega, auðveldar allan undirbúning.  Skráning fer fram hér.

Staðan er æsispennandi í hinum ýmsu flokkum, allt getur gerst.  Stöðuna í mótaröðinni er hægt að finna hér.

Hamraborgarmótaröðin heldur áfram venju samkvæmt á fimmtudag, sráning hér.

Baldur Ingi Jónasson sigraði í síðasta móti, lék á 19 punktum.  Salmar er enn efstur í mótaröðinni, er með 196 punkta eftir 13 mót og 20 punkta forystu á næsta mann sem er Friðbjörn Gauti.  12 bestu mótin telja svo aðrir keppendur geta farið í að minnka muninn.  Heildarstöðuna í mótaröðinni má finna hér.


Deila