Fréttir

Lokamót golf­sumar­sins á laugar­daginn

Bændaglíman, lokamót golfsumarsins, verður haldin núna á laugardaginn 14. september 2019. og verður hún að venju með mjög skemmtilegu sniði.

Leiknar verða 9 holur. 1-3, Texas Scramble. 4-6, betri bolti og 7-9, samanlagt skor. Að loknum golfleiknum verður kvöldverður og aðrar "léttar" veitingar". Það er sannarlega þess virði að mæta og skemmta sér á lokamóti sumarsins.

Vinsamlegast skráið ykkur á golf.is fyrir fimmtudagskvöld svo hægt verði að sjá hvað margir ætla að mæta.

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga.


Deila